Mömmutímar

Mömmuæfingarnar okkar eru æfingar þar sem nýbakaðar mæður geta komið með börnin með sér og æft saman í góðum félagsskap í öruggu umhverfi.
Í tímunum er lögð áhersla á æfingar sem byggja upp styrk og úthald sérstaklega hannaðar eftir þörfum líkamans eftir meðgöngu.

Þjálfari er Ólafur Örn Ólafsson sem hefur mikla og víða reynslu af þjálfun. Hann hefur þjálfað fjölda kvenna eftir meðgöngu og kenndi mömmu tíma í Danmörku sem nutu mikilla vinsælda.

Kara Ingólfsdóttir mun einnig vera með umsjón og aðstoða við uppbyggingu á tímum. Kara hefur áralanga reynslu á þjálfun kvenna og hefur lagt áherslu á að bæta við sig þekkingu á þjálfun kvenna á og eftir meðgöngu.

Aðgangur að öðrum opnum tímum í Stöðinni er innifalinn í námskeiðinu.

Við hlökkum til að taka á móti þér og barninu þínu í Stöðinni Garðabæ!

Næsta námskeið hefst 2.mars

3x í viku 8 | Mán - Mið - Fös kl: 9:20
*takmarkað pláss í boði
19.900 kr
*Fullt verð 22.900 kr
Kaupa
Image
Image